Hitabylgja í vændum


Fallegt veður hefur verið um land allt í dag, heiðskírt og bjart, og verður svo áfram víðast hvar, nema kannski helst á sunnudag. Eftir helgi er svo von á hitabylgju. Spáin fyrir þriðjudag er svofelld hjá Veðurstofu Íslands: „Suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og víða léttskýjað. Hiti 11 til 20 stig að deginum, hlýjast í innsveitum norðantil.“ Og ekki verða miðvikudagur og fimmtudagur kaldari.

Sjá nánar hér.

Mynd: Veðurstofa Íslands.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]