Hippamarkaður í Ketilási


Í dag var Hippamarkaður í Ketilási í Fljótum, tengdur Síldardögunum, og
mætti þangað töluvert af fólki. Í varningi kenndi ýmissa grasa, eins og
vænta mátti, og má þar nefna lýsandi silkiblóm í miklu úrvali, dúkkuföt, prjónaða
vettlinga og ýmsan fatnað annan, hringa og nælur, eyrnalokka úr roði og margt fleira af líkum toga.

Virkilega gaman að þessu.

Í kvöld verður þar dansleikur, eins og sagt var frá hér í gær, og annar hér í Allanum.

Á morgun verður svo Hippamarkaður á Siglufirði og opnar hann kl. 13.00.

Hér eru nokkrar myndir úr Ketilási, teknar upp úr hádegi. 

Hippamarkaðurinn var bæði úti og inni.


Skoðað og pælt.


Töluvert kom af fólki.


Dúkkuföt.


Heklaðar fingurbrúður.


Hrífa, orf og ljár í smækkaðri mynd.


Þetta er steypt.


Eyrnalokkar úr roði.


Fiðrildi.


Svona lítur það út eitt og sér.


Eða svona.


Horft yfir salinn frá öðru sjónarhorni.


Lýsandi silkiblóm.


Ýmis fatnaður.


Glerlistaverk.


Hringar.


Salurinn aftur.


Blómalamparnir.


Og enn salurinn.


Og í norður.

Myndir og texti:
Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is