Hestaferð frá Sauðanesi


Upp úr hádegi í gær fóru iðkendur Hestamannafélagsins Glæsis, þau Halldóra Helga Sindradóttir, Hörður Ingi Kristjánsson og Marlis Jóna Þórunn Karlsdóttir, ásamt Herdísi Erlendsdóttur, með tíu hesta frá Sauðanesi til Siglufjarðar. Halldóra var á Sprota, Hörður á Gusti, Marlis á Frigg og Herdís á Sesari. Hefjast nú æfingar hjá iðkendum á Siglufirði en þessi ungmenni munu öll taka knapamerki í vetur.

Myndir: Mikael Sigurðsson.
Texti: Brynja I. Hafsteinsdóttir.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is