Hestadagar á Siglufirði 2014


Hestadagar Glæsis, Gnýfara og Svaða verða haldnir á Siglufirði dagana 15.-17. ágúst. Í dag verður tekið á móti gestum við hesthúsahverfi Glæsis með súpu og kaffi í félagsheimilinu Glæsibæ frá kl. 18.00. Á morgun, laugardag, kl. 13.00 er útreiðartúr, kl. 15.00 verða kaffi og kökur á Hóli, kl. 20.00 verður svo grillað á Hóli. Á sunnudeginum sem er lokadagurinn verður rekið saman kl. 11.00 og heimferð í framhaldinu. Héðinsfjörður.is greinir frá.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Héðinsfjörður.is (Magnús Rúnar Magnússon) / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is