Helsingjar í heimsókn


Þrír helsingjar hafa verið í heimsókn í Siglufirði undanfarna daga, en sú fuglategund hefur örsjaldan sést hér í firði áður, ekki nema 2-3 sinnum á síðustu tíu árum. Hins vegar má líta hana í stórum hópum í Eyjafirði og Skagafirði vor og haust á flugi sínu á varpstöðvarnar. Á Vísindavefnum segir um fuglinn: „Helsingi (Branta leucopsis) verpir á Grænlandi, Svalbarða og Nova Zemlija við Barentshaf en hefur vetursetu í Evrópu og kemur reglulega hingað til lands á ferðum sínum til og frá varpstöðvum. Litlir varpstofnar virðast vera að myndast hér á landi.“

Nú er bara eftir spurningin hvort þessir fuglar séu í einhverjum slíkum pælingum. Er vert að minna á, að grágæsin hóf ekki að verpa í Siglufirði fyrr en árið 2008 og nú er hún með hreiður úti um allt.

Nærmynd af einum fuglanna.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is