Hellan komin út


Nýtt tölublað af Hellunni barst áskrifendum í morgun, fjölbreytt að vanda. Þar eru sagðar fréttir úr bæjarlífinu, af íþróttum og skólastarfi og birt viðtöl. Sérstaka athygli gamalla Siglfirðinga vekur mynd af Braga Magnússyni lögregluþjóni, tekin utan við Hvíta húsið, meðan lögreglustöðin var þar. Og auðvitað var lögreglubíllinn með númerið F 11. Þá er gaman að vita til þess að Hótel Höfn fer að þjóna sínu gamla hlutverki á ný, undir nýju nafni, og að breytingar hafa verið gerðar á Gistihúsinu Hvanneyri. Ekki veitir af til að taka á móti auknum fjölda ferðamanna.

Þeir sem standa að Hellunni eiga þakkir skyldar fyrir óeigingjarnt starf við að miðla upplýsingum um málefni Siglfjarðar og nágrennis í tuttugu ár. Hellan er menningarauki.

Svona lítur forsíða nýjasta tölublaðs Hellunnar út.

Mynd: Aðsend.

Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is