Helgihald í vetur


Í næstu viku verður borin í hús dagskrá yfir helgihald í Siglufjarðarprestakalli í vetur, sem prentuð hefur verið á sérstakt kort sem fólk er beðið um að geyma, því athafnir verða eftirleiðis ekki auglýstar sérstaklega í prentmiðlum, nema endrum og sinnum, s.s. á aðventu og fyrir páska og fermingu.

Auglýsingar verða jafnframt hengdar upp í verslunum í bænum, sem og í upplýsingakassa sem fyrirhugað er að setja á framhlið kirkjunnar.

Forsíðu dagskrárinnar prýðir ein mynda Ragnars Páls Einarssonar, sem leyfði góðfúslega afnot hennar.

Umrædda dagskrá, sem Matthías Ægisson hannaði, má nálgast hér sem PDF-skjal.

Mynd: Ragnar Páll Einarsson.
Texti: Sigurður Ægisson |
sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is