Helgarveðrið


Veðrið í Siglufirði hefur verið
fyrirferðarmikið í skrifum og tali fólks í dag, enda bálhvasst og slagveðursrigning
– eins og reyndar í gær líka.

Á Facebook sagði Guðný Pálsdóttir: ?Veðrið hér
núna er ekki hægt – segi
og skrifa – ekki hægt. Svona á ekki að vera til nema í miðjum fellibyl.
Kannski við séum þar.? Og Hrönn Einarsdóttir sagði: ?Veðrið er ógeð á Sigló í dag, rigning og rok, og ekki smá rigning.?

Þetta var ekkert ofmælt.

En Bergþór Morthens var jákvæðari: ?Kannski maður grilli í góða veðrinu eða taki því rólega á pallinum.?

Flottur.

Ekki fylgir sögunni hvort þetta tókst eða allt fauk suður á bóginn og hann sjálfur með.

Steingrímur Kristinsson birtir stórgóða víðmynd úr firðinum í dag, m.a. af vatnavöxtum, og má nálgast hana og aðrar hér.

Þessi mynd var tekin í dag.

Mynd: Steingrímur Kristinsson | sksiglo@simnet.is.


Texti:
Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is