Heldrimenn æfa stíft vegna fyrirhugaðrar plötuútgáfu


?Heldrimenn æfa þessa dagana af kappi fyrir væntanlega plötuútgáfu. Ég
og konan fórum í dag í heimsókn til Sveins Björnssonar og Guðnýjar
Guðmundsdóttur. Maður verður léttari í lund við að koma þarna inn í
bílskúrinn, dúndrandi músík og mikið fjör og ekki skemmir að vera boðinn
í kaffi og konfekt hjá húsmóðurinni á eftir,? ritar Sveinn Þorsteinsson í bréfi til Siglfirðings.is.

?Þarna mættu svo fleiri, Magnús
Pálsson og svo kom Kristín hans Ómars Haukssonar með þrjú barnabörn
þeirra, sem komu til að hlusta á afa plokka bassann.?

Hér koma nokkrar myndir sem fylgdu.

Gaman að þessu og Heldrimenn alltaf jafn flottir.

Myndir: Sveinn Þorsteinsson
| svennith@simnet.is

Texti: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is