Heimismenn í heimsókn


Nú er komið að því að við Heimismenn leggjum í hann enn á ný, nú ætlum við fyrir Tröllaskagann næstkomandi laugardag, 18. apríl, og koma við bæði á Dalvík og á Siglufirði.

Á Dalvík verðum við kl. 14:00, í menningarhúsinu Bergi. Þaðan höldum við út í Siglufjörð, og verðum í Siglufjarðarkirkju kl. 20:30.

Menningarhús þeirra Dalvíkinga er glæsilegt, og þar höfum við reynt að gott er að syngja. Það er langur tími liðinn síðan við heimsóttum Siglufjörð síðast, og kominn tími til að við stöldrum við hjá okkar góðu nágrönnum þar útfrá.

Á tónleikunum verður flutt fjölbreytt efnisskrá, einsöngvarar úr röðum kórmanna verða gamalkunnir jaxlar, þeir Ari Jóhann Sigurðsson og Einar Halldórsson. Einnig verður með okkur í för hinn ungi og efnilegi Sigvaldi Gunnarsson, hann tekur m.a. lög sem Elvis Presley söng á sínum tíma.

Það er því ljóst að áheyrendur á Dalvík og Siglufirði eiga von á skemmtilegum tónleikum, og við hlökkum til að sjá þá á laugardag.​

Með fyrirfram þökkum,
Gísli Árnason

Mynd og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is