Heimilismessa á morgun

Heimilismessa verður í Siglufjarðarkirkju á morgun, sunnudaginn 9. febrúar kl. 11.00, nánar tiltekið í safnaðarheimilinu, eins og síðast. Messan átti upphaflega að vera kl. 20.00, eins og auglýst er í dagskránni sem borin var í öll hús í vetrarbyrjun, en af óviðráðanlegum orsökum þurfti að breyta tímasetningunni. Vinsamlegast athugið að barnastarfið fellur því niður á morgun, en verður aftur 16. febrúar.

Í heimilismessunni, sem er á óformlegum nótum, segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík viðstöddum frá hinum nafntogaða Jakobsvegi, sem hún þekkir eins og fingurna á sér. Heitt verður á könnunni.

Mynd: Aðsend.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]