Heimildamynd um áhöfnina á Kleifaberginu ÓF 2 sýnd á næstunni


Heimilda- og stuttmyndahátíðin Reykjavík Shorts and Docs
verður haldin í tíunda sinn 27. til 31. janúar næstkomandi og að þessu
sinni í Bíó Paradís.

Hún verður sett með íslensku heimildamyndinni Roðlaust og beinlaust
eftir Ingvar Á. Þórisson en hann hefur fylgst með áhöfninni á
Kleifaberginu ÓF 2 sem sýnir íslenska sjómenn í ólgusjó, hvunndagshetjur
sem hafa fundið skemmtilega leið til að létta sér lífið með því að spila
og syngja saman í samnefndri hljómsveit.

Sjá nánar hér fyrir neðan.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is