Heimasíða nýs grunnskóla í Fjallabyggð


Í gær var hleypt af stokkunum
heimasíðu nýs grunnskóla í Fjallabyggð, en sem kunnugt er var í
hagræðingarskyni fyrir nokkru ákveðið að sameina þá tvo sem fyrir voru.
Heimasíðan er þó enn í mótun, en ákveðið var að fara með hana í loftið í
gær vegna þess að nokkuð var um að foreldri væru að spyrjast fyrir um
innkaupalista fyrir komandi skólaár.

Heimasíðan nýja er stílhrein og áferðarfögur og mun léttari en sú sem
fyrir var (a.m.k. Siglufjarðarmegin), og vonandi að takist að koma sem allra
flestu þar inn áður en kennsla hefst í byrjun september. En jafnframt er
ljóst að í mörg horn er að líta á því stóra heimili og því eðlilegt að
vera ekki með of miklar kröfur.

Allt hefur sinn tíma.

Svona lítur forsíðan út.Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is