Heilbrigðisstofnuninni færð gjöf að verðmæti um 2,5 milljóna króna


Í gær, miðvikudaginn 19. desember, afhentu þær Ólafía Anna Þorvaldsdóttir, formaður, og Þóra Jónsdóttir, gjaldkeri, Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar að gjöf neðangreind tæki og búnað fyrir hönd Kvenfélags Sjúkrahúss Siglufjarðar að verðmæti um 2,5 milljóna króna.

Rannsóknartæki til að mæla blóðþynningu.

Lyftibúnað og braut í lofti ásamt fylgihlutum til að flytja einstaklinga á milli svæða.

Sogtæki, til margskonar notkunar, við bráða- og skipulögðum uppákomum á slysastofu.

Eyrna- og augnskoðunartæki á barnastofu; eyrnaskoðunarhlutinn er með sérstökum stækkunarmöguleikum.

Eyrna- og augnskoðunartæki á slysastofu; augnskoðunarhlutinn er sér útbúinn til að sjá betur aðskotahluti í  augum.

Tvö lítil súrefnismettunartæki, annað á heilsugæslu og hitt á sjúkradeild.

Sýnatöng fyrir magaspeglunartæki.

Sýnatöng fyrir ristilsspeglunartæki.

Kvenfélag Sjúkrahúss Siglufjarðar hefur síðastliðna áratugi gefið stofnuninni tæki og tól fyrir á annað hundrað milljónir að núvirði. Það er hverri stofnun mikilvægt að hafa góðan búnað til að geta þjónustað skjólstæðinga sína sem best.

Eftir afhendingu var farið um stofnun á hinar ýmsu deildir þar sem Anna, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Valþór, framkvæmdastjóri lækninga, lýstu notkun tækja fyrir viðstöddum. Að því loknu var boðið upp á kaffi, konfekt og jólakökur.

Ég vil færa Kvenfélagi Sjúkrahúss Siglufjarðar okkar bestu þakkir og óska þeim gleðilegra jóla og þakka samstarfið á liðnum árum.

Konráð Karl Baldvinsson,

forstjóri.

Fulltrúar kvenfélags Sjúkrahússins, þær Ólafía Anna Þorvaldsdóttir og
Þóra Jónsdóttir,

afhenda gjafabréf á góðar gjafir á árinu til
Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggð.

Framkvæmdastjórn, Konráð, Anna og
Valþór veita gjöfunum viðtöku.

Blóðþynningarmælitæki.

Mikilvægt til að stýra blóðþynningu hjá fólki sem
þarf slíka meðferð vegna blóðtappa

eða aukinnar áhættu á blóðtappa.

Anna sýnir nýja sogið sem gefið var og er til vinstri á myndinni og
gamla sogið til hægri.

Nýja sogið hefur mikilvæga kosti við óhreint sog
eins og við ristilspeglun og fleira

auk þess sem gamla sogið var orðið
gamalt og slitið.

Töng til að taka sýni við speglanir eins og maga og ristilspeglanir. Mjög mikilvægt við greiningu sjúkdóma.

Meðfærilegur og nýtískulegur púls- og súrefnisþrýstimælir til að setja á fingur sjúklings.

Tveir slíkir mælar voru gefnir.

Myndir: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is.

Megintexti: Konráð Karl Baldvinsson | konrad@hsf.is.

Myndatextar: Valþór Stefánsson | valthor@hsf.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is