Heiðraður fyrir afburðaárangur


Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík (IMFR) heldur nýsveinahátíð ár hvert í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar eru nýsveinar sem lokið hafa sveinsprófi með afburðaárangri heiðraðir. Hátíðin þetta árið fór einmitt fram í dag (sjá hér). Á meðal 23 nýsveina sem heiðraðir voru var einn Siglfirðingur, Sindri Ólafsson múrari. Unnusta hans er Ásdís Eva Sigurðardóttir. Þau eiga eina dóttur, Þórdísi Örnu, sem fædd er árið 2013. Foreldrar Sindra eru Arna Arnarsdóttir (rafvirkja) og Ólafur Magnússon sem nú búa í Reykjanesbæ.

Þess má geta, að bróðir Sindra, Arnar Ólafsson, hlaut þessa sömu viðurkenningu fyrir 4 árum síðan.

Siglfirðingur.is óskar Sindra og fjölskyldu hans innilega til hamingju.

Mynd: Aðsend.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is