Héðinsfjarðartrefillinn á leiðinni heim til Siglufjarðar


Nú er Héðinsfjarðartrefillinn að koma aftur norður til Siglufjarðar eftir
langa fjarveru. Eimskipsmenn og -konur hafa séð um allan flutning á
honum til og frá Akureyri, suður til Reykjavíkur og til baka. Allir 12 kassarnir verða komnir heim í enda febrúar og þá
hyggst Fríða Björk Gylfadóttir fara að byrja að búta trefilinn í sundur.

Þau sem hafa áhuga á að aðstoða við það verk, þ.e.a.s. að ganga frá
bútunum til sölu, eru beðin um að hafa samband, annað hvort á
frida@frida.is eða í síma 896-8686.

Héðinsfjarðartrefillinn er að koma heim til Siglufjarðar eftir langa fjarveru.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is