Héðinsfjarðarmálverk


Sigtryggur Bjarni Baldvinsson opnar í dag kl. 16.00 í Hverfisgalleríi að Hverfisgötu 4 í Reykjavík einkasýningu á verkum sínum og ber hún yfirskriftina Mýrarskuggar.

Í kynningu segir að efnið sæki Sigtryggur í votlendi norður í Héðinsfirði þar sem fjölskylda hans festi kaup á landskika. Þar hafi hann dvalið löngum stundum í huganum og séu skuggarnir sem vatnagróðurinn býr til ofan í mýrlendinu kveikjan að verkunum á sýningunni. Mýrarskuggar verði ljóðrænt náttúrufyrirbrigði – myrk augu – sem gefi sýn ofan í hinar mikilvægu en forsmáðu mýrar. Mýrarnar hafi nú öðlast óvænt hlutverk í baráttunni miklu við eina helstu ógn mannkyns, hlýnun jarðar. Skuggarnir kastist af votlendisgróðri á kvikum vatnsfleti mýranna og taki af því form.

Sýningin stendur til 25. nóvember.

Sjá nánar frétt hér síðan 10. október 2014.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is