Héðinsfjarðarálftin


Álftin, sem greint var frá hér 7. þessa mánaðar að dveldi í Héðinsfirði,
þótt kominn væri hávetur, er þar enn,
og meira að segja við góða heilsu. Steingrímur Kristinsson náði af henni klippu í gær, 18.
desember, og Sveinn Þorsteinsson ljósmyndum í dag.

Sjá hér.

Álftin var að borða þegar Steingrímur Kristinsson leit til hennar í gær og ekkert virtist ama að henni.

Þessa mynd tók Sveinn Þorsteinsson fyrr í dag.

Og þessa.

Skjáskot: Steingrímur Kristinsson | sksiglo@simnet.is.

Ljósmyndir: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is.

Texti: Sigurður Ægisson
| sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is