Haustmánuður byrjaður


Þá er víst formlega komið haust, því sjötti og
þar með síðasti sumarmánuðurinn samkvæmt gamla íslenska tímatalinu
heilsaði um miðnættið, 25. september. Haustmánuður. Sá hefst alltaf á
fimmtudegi í 23. viku eða 24.,
ef sumarauki er, þ.e. á bilinu 21. til 27. september. Umræddur mánuður
er nefndur
svo í Snorra Eddu.

Græni litur Siglfirðings.is verður ekki rauðgulur að þessu sinni. Verið er að uppfæra vefinn og breyta á ýmsa lund og innan skamm verður nýju útliti hleypt af stokkunum.

Samkvæmt gömlum heimildum voru
mánaðanöfn á Íslandi til forna eftirfarandi (þau sem ekki koma fyrir á
seinni tímum eru hér blálituð):

1.

2.   

3.   

4.   

5.   

6.   

7.   

8.   

9.   

10.   

11.   

12.   

þorri, u.þ.b. 12. janúar ? 11. febrúar

gói, u.þ.b. 12. febrúar ? 11. mars

einmánuður, u.þ.b. 12. mars ? 11. apríl

gaukmánuður/sáðtíð, u.þ.b. 12. apríl ? 11. maí

eggtíð/stekktíð, u.þ.b. 12. maí ? 11. júní

sólmánuður/selmánuður, u.þ.b. 12. júní ? 11. júlí

miðsumar/heyannir, u.þ.b. 12. júlí ? 11. ágúst

tvímánuður/heyannir, u.þ.b. 12. ágúst ? 11. september

kornskurðarmánuður/haustmánuður, u.þ.b. 12. september ? 11. október

górmánuður, u.þ.b. 12. október ? 11. nóvember

ýlir/frermánuður, u.þ.b. 12. nóvember ? 11. desember

jólmánuður/mörsugur/hrútmánuður, u.þ.b. 12. desember ? 11. janúar

Nákvæm dagsetning var þó mismunandi eftir árum.

Síðar þróuðust nöfnin yfir í það sem við heyrum nú oftast talað um sem
hin gömlu mánaðanöfn. Og jafnframt breytist dagsetningin, miðað við
okkar tímatal; öllu seinkar. En mánaðaheitin eru sumsé þessi (þau nýju
eru rauðlituð):

1.

2.   

3.   

4.   

5.   

6.   

7.   

8.   

9.   

10.   

11.   

12.     

þorri byrjar föstudag í 13. viku vetrar (19. ? 26. janúar)

góa byrjar sunnudag í 18. viku vetrar (18. ? 25. febrúar)

einmánuður byrjar þriðjudag í 22. viku vetrar (20. ? 26. mars)

harpa byrjar sumardaginn fyrsta, fimmtudag í 1. viku sumars (19. ? 25. apríl)

skerpla byrjar laugardag í 5. viku sumars (19. ? 25. maí)

sólmánuður byrjar mánudag í 9. viku sumars (18. ? 24. júní)

heyannir byrja á sunnudegi 23. ? 30. júlí

tvímánuður byrjar þriðjudag í 18. viku sumars (22. ? 29. ágúst)

haustmánuður byrjar fimmtudag í 23. viku sumars (20. ? 26. september)

gormánuður byrjar fyrsta vetrardag, laugardag í 1. viku vetrar (21. ? 28. október)

ýlir byrjar mánudag í 5. viku vetrar (20. ? 27. nóvember)

mörsugur byrjar miðvikudag í 9. viku vetrar (20. ? 27. desember)

Hallgrímur nokkur Jónsson, fyrrum
skólastjóri Miðbæjarskólans í Reykjavík, setti þessi mánaðaheiti í
ljóðaform og birti í stafrófskveri sínu, en það kom út í nokkrum útgáfum
á árum áður og var mikið notað til kennslu ungum börnum. Hallgrímur var
fæddur árið 1875 á Óspakseyri í Bitru og lést árið 1961.

Árið

Mörsugur á miðjum vetri,

markar spor í gljúfrasetri.

Þorri hristir fannafeldinn,

fnæsir í bæ og drepur eldinn.

Góa á til grimmd og blíðu

gengur í éljapilsi síðu.

Einmánuður andar nepju,

öslar snjó og hendir krepju.

Harpa vekur von og kæti

vingjarnleg og kvik á fæti.

Skerpla lífsins vöggu vaggar,

vitjar hrelldra, sorgir þaggar.

Sólmánuður ljóssins ljóma

leggur til og fuglahljóma.

Heyannir og hundadagar

hlynna að gæðum fróns og lagar.

Tvímánuður allan arðinn

ýtum færir heim í garðinn.

Haustmánuður hreggi grætur

hljóða daga, langar nætur.

Gormánuður, grettið tetur,

gengur í hlað og leiðir vetur.

Ýlir ber, en byrgist sólin,

brosa stjörnur, koma jólin.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is