Haust- og vetrargestir á sveimi


Nokkuð hefur verið um sjaldgæfa fugla hér undanfarið, eins og víðar um landið. Glókollur er þar á meðal, sem að vísu er nú talinn í hópi íslenskra varpfugla, en í sumar heyrðist enginn glókollssöngur í Skarðdalsskógi, þótt oft væri farið þangið, svo að líklega eru þetta gestir að utan, sem núna flögra um í görðunum í bænum og innfjarðar.

Einnig má sjá hettusöngvurum bregða fyrir og öðrum litlum sem erfiðara er að greina. Og ein silkitoppa var á Hvanneyrarhólnum á dögunum.

Það sem mesta athygli vekur er þó gríðarlegur fjöldi svartþrastanna. Þeir eru um allt. Ekki er ósennilegt að einhverjir þeirra hafi verið hér í firðinum í sumar og e.t.v. komið upp ungum.

Epli eða pera á nagla eða trjágrein myndi gleðja þá, ekki síst ef færi að kólna.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is