Hauksöngvari í Fljótum


Fréttin um gransöngvarann í Langhúsum var nýlega farin í loftið í gær þegar
spurðist að Þorlákur Sigurbjörnsson bóndi þar hefði náð öðrum
haustflækingi í mistnet sitt og að þessu sinni hauksöngvara, sem er mun
sjaldgæfari, ekki síst hér nyrðra. Þetta mun hafa verið undir myrkur í fyrrakvöld.

Um hauksöngvara segir í bók Jóhanns Óla Hilmarssonar, Fuglavísi:

?Tíður flækingur, sem finnst frá ágústlokum og fram í byrjun nóvember, helst á sunnanverðu landinu. Hauksöngvari er líkur garðsöngvara, en aðeins stærri, með kantaðra höfuð, þrekvaxnari og grárri á litinn, goggur gildari. Jafnframt vottar fyrir vængbeltum á hauksöngvara. Á sumrin með þverrákótta bringu (minnir á hauk), oft vottar fyrir rákum á afturhluta þeirra fugla sem sjást hér á haustin. Varpfugl í A-Evrópu og Mið-Asíu.?

Fyrir þau sem áhuga hafa er hægt að fylgjast með komum þessara gesta til landsins á vefslóðinni fuglar.is (á íslensku) sem og hér (á ensku).

Og svo er bara að vera á útkíkki.

Þorlákur bóndi í Langhúsum í Fljótum með hauksöngvarann í gær,

skömmu áður en honum var sleppt lausum, merktum.

Mynd: Þorlákur Sigurbjörnsson | torsig@simnet.is.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is