Hátíðir í Fjallabyggð


Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar boðar til íbúafundar í dag, 4. febrúar, kl. 18.00 til að ræða stöðu hátíðarhalda í bæjarfélaginu. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Siglufirði. Þetta má lesa á heimasíðu sveitarfélagsins.

Þar er spurt:

Er Síldarævintýrið að líða undir lok?
Nær Blúshátíðin fyrri hæðum?
Eru of margar hátíðir í Fjallabyggð?
Fyrir hverja eru þessar hátíðir?
Er hægt að sameina eitthvað af þessum hátíðum?

Dagskráin er svofelld:

– Sjónarhorn framkvæmdaraðila: Anita Elefsen frá Síldarævintýrinu
– Sjónarhorn þjónustuaðila: Kristján Ásgeirsson frá Hótel Brimnesi
– Sjónarhorn bæjarfélagsins: Kristinn J. Reimarsson, deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
– Almennar umræður

Fundarstjóri verður Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi.

Allir eru velkomnir.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Af Fjallabyggð.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is