Hátíðarkirkjuskóli í Siglufjarðarkirkju


Á morgun verður hátíðarkirkjuskóli í Siglufjarðarkirkju og hefst hann kl. 11.15. Kemur hann í stað fjölskyldumessu sem ráðgert hafði verið að hafa kl. 14.00. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og kökuveitingar í tilefni aðventunnar og vera má að einhverjir rauðklæddir, skeggjaðir náungar villist þangað eins og í fyrra.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is