Hátíðarguðsþjónusta á morgun


Á morgun kl. 14.00 verður hátíðarguðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju, í tilefni 85 ára vígsluafmælis hennar. Solveig Lára Guðmundsdóttir Hólabiskup prédikar, sóknarprestur þjónar fyrir altari, Kirkjukór Siglufjarðar syngur og auk hans þær systur Eva Karlotta og Ragna Dís Einarsdætur, sem og Þorsteinn B. Bjarnason. Sigurður Hlöðvesson leikur á trompet. Organisti verður Rodrigo J. Thomas.

Að guðsþjónustu lokinni verða kaffiveitingar í safnaðarheimilinu.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is