Hátíð fyrir hálfri öld


Helgina 6.-7. júlí 1968 voru mikil hátíðahöld á Siglufirði í tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli og 150 ára verslunarafmæli. Samkvæmt blaðafréttum voru á þriðja þúsund manns á Skólabalanum þegar hátíðin var sett.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti ávarp og gat um mikilvægi síldarvinnslunnar fyrir þróun þjóðfélagsins og minntist þess tíma þegar hann vann hjá Óskari Halldórssyni á Siglufirði á námsárum sínum. Fleiri fluttu ávörp, kórar sungu og fimleikaflokkur sýndi listir sínar, svo að eitthvað sé nefnt.

„Glampandi sólskin var og stillt veður,“ sagði í Vísi. Fyrirsögnin í Morgunblaðinu var „Sumarjól í Siglufirði“.

Sjá líka hér (bls. 5).

Myndir og texti: Jónas Ragnarsson │ jr@jr.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is