Hástökkvarinn á Íslandslista Tripadvisor


Sigló Hótel er í þriðja sæti á listanum yfir bestu hótelin á Íslandi í dag hjá notendum TripAdvisor. Þetta má lesa á vefsíðunni Túristi.is.

„Í sumar birti Túristi upptalningu yfir þau 10 íslensku hótel sem þá voru efst á blaði hjá Tripadvisor og sjö þeirra eru þar enn. Íbúðahótelin Black Pearl og Reykjavík Residence Hotel sitja til að mynda áfram í efstu tveimur sætunum. Hið nýja hótel á Siglufirði, Sigló Hótel, er hins vegar nýtt á lista og fer alla leið upp í þriðja sætið,“ segir þar aukinheldur.

Ekki amalegt það.

siglo_hotel

Forsíðumynd: Sigurður Ægisson | [email protected]
Listi: Skjáskot af vefnum Túristi.is.
Texti: Túristi.is / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]