Harpa Björnsdóttir í Kompunni


Harpa Björnsdóttir opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði, á morgun, laugardaginn 4. ágúst, kl. 14.00. Sýningin nefnist „Mitt fley er lítið en lögur stór“ og fjallar um vægi manneskjunnar í hinu stóra samhengi. Á reginhafi og í mannhafi er hún svo óumræðilega lítil, en öðlast stærð, vægi og minni í gegnum verk sín og gjörðir, ástvini og elsku.

Harpa Björnsdóttir hefur starfað sem myndlistarmaður frá árinu 1983 og verið virk á vettvangi myndlistar og menningarmála. Hún hefur haldið yfir 30 einkasýningar og tekið þátt í yfir 50 samsýningum, heima og erlendis.

Harpa hefur einnig starfaði sem myndlistarráðunautur og verkefnisstjóri menningarviðburða og verið sýningarstjóri fjölmargra sýninga, einkum sýninga á verkum sjálfsprottinna listamanna í samstarfi við Safnasafnið á Svalbarðsströnd.

Sýningin stendur til 19. ágúst og er opin kl. 14.00-17.00 daglega.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is