Harmónikkur um allan bæ


Harmónikkur voru í sviðsljósinu upp úr hádeginu, enda áttu þær líka að
hafa alla athygli gesta í Siglufirði miðað við auglýsta dagskrá
Síldardaga, a.m.k. frá kl. 14.00 og frameftir.

Í kvöld er svo harmónikkuball í Allanum, til að undirstrika þetta. 

Á Ráðhústorgi létu menn sig ekki vanta, frekar en annars staðar væntanlega. Þar voru mættir í góða veðrinu Sturlaugur Kristjánsson, Sigurjón Steinsson og Ragnar Páll Einarsson, og að auki Árni Heiðar Bjarnason með gítarinn sinn flotta, hinum til stuðnings.

Ánægjulegir tónar það.

Á Ráðhústorginu var harmónikkan í sviðsljósinu. Flott grúppa þetta.


Bjarni Þorgeirsson var á meðal áheyrenda.

Hann var nýkominn úr Héðinsfirði og tók með sér þetta nasl á torgið, fullþroskuð aðalbláber.


Fólk naut tónlistarinnar ýmist sitjandi eða standandi.Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is