Hanseatic í höfn


Skemmtiferðaskipið Hanseatic kom í morgun til Siglufjarðar með 175 farþega um borð. Þetta er fimm stjörnu fley og hefur ekki áður komið hingað í sumar en er annars fimmta skemmtiferðaskipið sem heimsækir okkur þetta árið. Það var byggt árið 1991. Ráðgert er að það leggi úr höfn kl. 13.00 í dag.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is