Halla Har sýnir í Gallerí Rauðku


 

Laugardaginn næstkomandi, 2. júlí kl. 16.00, opnar Halla Har gler- og
myndlistarkona sýningu í Bláa
húsinu hjá Rauðku á Siglufirði sem standa mun til 10. júlí. Þetta kemur fram á opinberri vefsíðu Höllu.

Þar segir ennfremur: ?Halla á að baki langan feril sem farsæl gler? og myndlistarkona. Verk hennar má sjá á mörgum opinberum stöðum, t.d. mósaíkverkið Sundmaðurinn í sundmiðstöð Reykjanesbæjar, glerverk í Deutsches Glasmalerei-Museum Linnich, Þýskalandi, skúlptúr í Menningarsetri Dalvíkurbyggðar og svo mætti lengi telja. Halla ólst upp á Siglufirði og hin margbrotna íslenska náttúrufegurð hefur alltaf verið henni hjartfólgin sem viðfangsefni. Verk Höllu lýsa ævintýraheimi og búa yfir þjóðsagnakenndri dulúð. Viðfangsefnið konan hefur lengi verið áberandi í verkum hennar hvort sem þau eru sköpuð í olíu, akrýl, vatnslitum eða bréf-mósaík og yfir þeim hvílir rómantískur blær.?

 

Áðurnefnd sýning verður opin alla daga frá kl. 16.00-20.00 og allir velkomnir.

Sjá líka hér.

Mynd: Fengin af opinberri vefsíðu Höllu Har.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is