Hálka og grjóthrun á Siglufjarðarvegi


Á heimasíðu Vegagerðarinnar segir, að á
Norðurlandi vestra sér hálka og snjókoma. Varað er við grjóthruni og
mikilli þoku á Siglufjarðarvegi og eru vegfarendur beðnir um að aka með
gát. Að sögn manns sem átti leið þar um seinnipartinn í gær voru allt að 30 cm hnullungar á veginum í Almenningum, nærri jarðsiginu. Úti fyrir er súld þessa stundina, hiti við frostmark.

Sjá líka hér.

Eftirfarandi myndir voru teknar fyrir um klukkustund.

Þarna er oft grjót á vegi, en var þó ekki fyrir stundu.

Þungbúið.

Sauðanes vinstra megin.

Krapi er á vegi.

Og þokuloft yfir Mánárskriðum og Almenningunum.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is