Hálfur Álfur


Jón Bjarki Magnússon kvikmyndagerðarmaður er að leggja lokahönd á gerð 62 mínútna heimildarkvikmyndar sem nefnist Hálfur Álfur. Hann er nú að leita eftir fjárhagslegum stuðningi á Karolina Fund (sjá hér).

Myndin fjallar um Trausta Magnússon sem var lengi vitavörður á Sauðanesi við Siglufjörð og dó í vor, 100 ára að aldri. Eiginkona Trausta, Hulda Líneik Jónsdóttir, kemur einnig við sögu en hún er orðin 98 ára. Jón Bjarki er barnabarn Trausta og Huldu.

Stutt brot úr myndinni má sjá hér.

Mynd: Skjáskot úr umræddri kvikmynd.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]