Hálendi Íslands


Árið 2014 keyptu nokkrir vinir hér í bæ Hálendi Ísland ehf. sem starfrækt hafði verið á Akureyri og hugðust gera út á þann mikla fjölda ferðamanna sem heimsækir Fjallabyggð árið um kring. Vinirnir voru sammála um að byrja rólega og vinna fyrirtækinu sess. Heldur vorum við félagarnir rólegir því það var ekki fyrr en nú í haust að við vorum tilbúnir að fara í ferðir með ferðamenn. Áhersla yrði lögð á ljósmyndaferðir enda Tröllaskaginn óþrjótandi uppspretta af glæsilegu myndefni og norðurljósin dansa skært á himni. Rakarinn og hárskerinn á Siglufirði fékk það verkefni að smíða heimasíðu félagsins og fórst honum það einstaklega vel úr hendi. Hlekkur á heimasíðuna er hér og einnig má finna félagið á fésbókinni undir icelandicoutback.

Við félagarnir höfum farið þó nokkrar ferðir til að mynda og má sjá þær myndir á heimasíðunni. Við höfum fengið nokkrar fyrirspurnir um gistingu og gönguferðir og höfum við vísað jafnharðan á þá aðila sem sjá um slíka þjónustu. Framtíðin virðist vera björt varðandi ferðamennsku hér ef fólk vinnur saman.

Sjá nánar hér.

Nafnspjald fyrirtækisins.

Hálendi Íslands

Myndir: Gunnlaugur Guðleifsson.
Texti: Aðsendur.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is