Háhyrningar í Siglufirði


Það er ekki á hverjum degi sem hvalir synda um í firðinum okkar en það
gerðist samt í morgun. Þá dóluðu nokkrir háhyrningar sér – að því er kunnugur segir 9-10, í þremur hópum – undan vesturströndinni, frá Bakka og út með, allt til
móts við Selgil. Um kl. 14.00 tóku þeir síðustu kúrsinn út á meira dýpi, í átt
að Siglunesi. Ekki er ljóst hvað varð um hina.

Þekktasta heimsókn umræddrar tegundar hingað var þó árið 1917, en um
hana segir í Aldarminningu sr. Bjarna Þorsteinssonar: ?Milli 70 og 80
háhyrningar voru reknir inn á Siglufjarðarhöfn 19. maí 1917 og drepnir
þar; var það hið mesta bjargræði, og fór víða um sveitir, allt til
Reykjavíkur.?

Sjá nánar undir Fróðleikur.

Hér eru svipmyndir frá því í dag, teknar úr mikilli fjarlægð.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is