Hætti við að leggjast að bryggju


Rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar, Bjarni Sæmundsson, neyddist til
að hætta við að sigla inn í höfnina í Siglufirði í morgun vegna
hvassviðris. Ætlunin var sú að landa þar afla sem fengist hafði í
leiðangri norður af landinu. Það snéri hins vegar frá og lónar nú úti á
miðjum firði. Mjög vont sjóveður hefur verið við landið síðan í gær og
horfur eru á áframhaldandi brælu.

Sigurborg SH 12 kom reyndar í höfn nokkru á undan Bjarna Sæmundssyni, með rækju til löndunar.

 

Siglt fyrir Öldubrjótinn í hávaðaroki.

Stundum bara rétt glitti í skipið.

Vending.

Og haldið út á miðjan fjörð.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is