Hætta af fólksfækkun


Af 74 sveit­ar­fé­lög­um fækkaði íbú­um í 42 á ár­un­um 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveit­ar­fé­lög­um á Vest­fjörðum og Norður­landi vestra. Þró­un­in er sú að mest hef­ur fjölgað í sveit­ar­fé­lög­um á suðvest­ur­horn­inu en fækkað á móti ann­ars staðar á land­inu, að und­an­skild­um sveit­ar­fé­lög­um í Fljóts­dals­héraði, Fjarðabyggð, Eyjaf­irði, Skaga­byggð og Skaga­strönd, að því er fram kom í um­fjöll­un um þetta í Morg­un­blaðinu 26. september.

Rétt er í þessu sambandi að rifja upp, að árið 2011 urðu þau gleðilegu tíðindi að fjölgaði um ellefu íbúa á Siglufirði. Þetta var mesta fjölgun hér í tvo áratugi. Einnig er þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem íbúum í Fjallabyggð fjölgaði. Áður hafði fækkað um 36-85 á ári (minnst frá 2010-2011, mest frá 2007-2008).

Íbúar Siglufjarðar voru 1.230 talsins 1. janúar 2016. Fjölgaði þeim um 29 árið 2015. Í Ólafsfirði voru íbúar 807 talsins, en voru 805 þann 1. janúar 2015.

Íbúar Fjallabyggðar voru því í upphafi árs 2.037 talsins.

haetta_af_folksfaekkun

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Morgunblaðið (Jón Birgir Eiríksson) / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Fylgja: Úr Morgunblaðinu 26. september 2016.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is