Hætta á skriðuföll­um


?Mikl­ir vatna­vext­ir eru nú í Tungu­dal og Hnífs­dal og bú­ast má við áfram­hald­andi úr­komu og veru­legu af­rennsli víða á Vest­fjörðum á föstu­dag og laug­ar­dag. Einnig er hætt við skriðuföll­um á Vest­fjörðum og á Trölla­skaga. Spáð er veru­legri úr­komu um mest­allt landið á laug­ar­dag og einnig á mánu­dag og má því bú­ast við áfram­haldandi vatna­vöxt­um. Veður­stof­an hvet­ur ferðafólk til að gæta ýtr­ustu varúðar þegar ekið er yfir var­huga­verð vöð á há­lend­inu.? Mbl.is greinir frá.

Mynd: Fengin af Mbl.is.

Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is