Hætta á grjóthruni og fljúgandi hálka


Vegagerðin varar við hættu á
grjóthruni á Siglufjarðarvegi og flughálka er í Fljótum í Skagafirði og á
fjallvegum á Vestfjörðum. Hálka og hálkublettir er enn víða á vegum þó
að hlýnað hafi í veðri. Á Suðurlandi er hálka á nokkrum leiðum en
hálkublettir víða. Á Vesturlandi er hálka á Bröttubrekku og einstaka
hálkublettir. Á Vestfjörðum er hálka á fjallvegum en hálkublettir víða á
láglendi. Flughálka er um Klettsháls, Kleifarheiði, Dynjandis- og
Hrafnseyrarheiði.

Það eru hálkublettir á vestanverðu Norðurlandi en öllu meiri hálka
austar. Sem fyrr segir er varað við hættu á grjóthruni á
Siglufjarðarvegi og flughálka er í Fljótum.

Sjá nánar hér.

Horft yfir Strákagöng.

[Birtist upphaflega á Mbl.is 9. desember 2010 kl. 09.57. Endurbirt hér með leyfi.]

Mynd: Mbl.is/www.mats.is

Texti: Mbl.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is