Hæfileikakeppni grunnskólans verður á fimmtudaginn kemur


Eins og greint var frá hér á vefnum 13. janúar síðastliðinn verður
Hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar haldin í Tjarnarborg á
Ólafsfirði fimmtudaginn 10. febrúar næstkomandi. Hún byrjar kl. 17.30.
Þessi keppni hét áður Söngvakeppni Grunnskóla Ólafsfjarðar en á nú í
vetur að vera hæfileikakeppni fyrir allan skólann. Keppendur koma úr
1.-10. bekk og taka þátt ýmist einir eða í hóp. Rúta fer frá
Ráðhússtorginu kl. 17.00 og heim aftur að keppni lokinni. Ekkert kostar
inn og allir eru velkomnir.

Sjá gömlu fréttina hér.

Tvö í stuði. Í hæfileikakepnninni á fimmtudaginn er reyndar hægt að gera margt annað en syngja.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is