Hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar


Hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar verður haldin í Tjarnarborg á
Ólafsfirði fimmtudaginn 10. febrúar næstkomandi. Þessi keppni hét áður
Söngvakeppni Grunnskóla Ólafsfjarðar en á nú í vetur að vera
hæfileikakeppni fyrir allan skólann, þ.e. nemendur í austi og vestri: söngur,
dans, hljóðfæraleikur, að segja/leika brandara, að flytja atriði eða
eitthvað sem viðkomandi er góð/góður í og vill koma á framfæri.

Hverjum
og einum er frjálst að taka þátt, en æfingar eru ekki á vegum kennara
eða á skólatíma, heldur verða foreldrar að aðstoða.

Þátttöku á að tilkynna umsjónarkennara fyrir 28. janúar.

Tónskóli Fjallabyggðar hefur yfirumsjón með keppninni og sér um æfingar viku fyrir
stóru stundina, ef um söngatriði er að ræða, og þá geta nemendur valið
íslensk lög sem finna má nótur/texta af inni á vefnum gitargrip.is.  

Hver nemandi má einungis taka þátt í einu atriði. Það má vera eitt og sér eða í hópi með öðrum.

Hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar verður haldin í Tjarnarborg á Ólafsfirði

fimmtudaginn 10. febrúar næstkomandi.

Mynd: Aðsend.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is