Gylfi kapteinn


?Tinni hinn frækni blaðamaður, Tobbi, Kolbeinn kafteinn, hinn breyski og orðljóti, Skapti og Skafti og allar hinar hetjurnar sem aðdáendur myndasagnanna um Tinna elska héldu innreið sína í íslensk kvikmyndahús nýverið og var tekið fagnandi. 
Það fer ekki á milli mála að persónur bókanna lifna við á hvíta tjaldinu með sannfærandi hætti,? sagði á DV.is í gær.

?Hverjir skyldu íslenskir tvífarar hetjanna vera? DV fékk dómnefnd í málið. Halldór Högurður, textasmiður með meiru, Eva Baldursdóttir, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna, og Anna Svava Knútsdóttir, leikkona og uppistandari lögðu höfuðið í bleyti.

Efstur á lista sem Kolbeinn varð söngvarinn góðkunni Gylfi Ægisson. Hann þótti bera af enda skartar söngvarinn bæði gróskumiklu skeggi sem og skipstjórahúfu. Næstir voru Guðni Kolbeinsson og Egill Ólafsson.?

Sjá hér.

Fyrir suma norðan heiða eru þetta svosem engar nýjar fréttir. Gylfi á tvö frændsystkin hér í bæ, 5 og 7 ára. Í fyrra voru þau í sundi og brugðu sér jafnframt í heita pottinn. Þar ofan í var meðal annarra Karl nokkur Guðmundsson, stýrimaður hjá Eimskipum, sem á tvíbura í sama bekk og drengurinn, Mikael, þá 6 ára. Litlu áður hafði Karl í einni siglingunni látið tattúvera á hægri upphandlegg sinn uppáhalds teiknimyndahetjuna sína, einmitt Kolbein kaptein úr Tinnabókunum, og nú blasti þetta við öllum þeim sem sjá vildu. Sá litli var engin undantekning. En þegar hann leit listaverkið í allri sinni dýrð snéri hann sér forviða að móður sinni og spurði: ?Mamma, af hverju er Kalli með mynd af Gylfa frænda á handleggnum?? 

Við þetta er að bæta að Gylfi verður 65 ára eftir tvo daga, fimmtudaginn 10. nóvember, og efnir til afmælistónleika í Salnum í Kópavogi af því tilefni laugardagskvöldið 12. nóvember kl. 20.00, og aukatónleika kvöldið eftir verði uppselt á hinum.

Nánar um það hér.

Þeir eru ekki ólíkir sjóararnir.

Tattúið á upphandlegg stýrimannsins, Karls Guðmundssonar.

Mynd af Kolbeini og Gylfa: DV.is.

Mynd af tattúi: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Texti: DV.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is