Gústi á siglingu

Félag íslenskra bókaútgefenda hefur birt sölulista íslenskra bóka fyrir tímabilið 1.-24. nóvember. Bókin um Gústa guðsmann er þar í 4. sæti í flokknum ævisögur. Listinn er tekinn saman á mánaðarfresti en síðustu vikurnar fyrir jól er hann birtur vikulega. Hann er byggður á upplýsingum frá 70 bóksölum, net- og dagdagvöruverslunum sem selja bækur og eru staðsettar víðsvegar um landið. Félag íslenskra bókaútgefenda annast gerð listans.

Mynd: Af heimasíðu Félags íslenskra bókaútgefenda.
Texti: Af heimasíðu Félags íslenskra bókaútgefenda / Sigurður Ægisson │ [email protected]