Gústabók komin út

Gústi, ævisaga Gústa guðsmanns, kom til landsins í gær. Hún var prentuð í Lettlandi. Fyrsta eintakið var afhent Siglfirðingafélaginu á aðalfundi þess í gær og veitti Jónas Skúlason, formaður, því viðtöku úr hendi Helga Magnússonar, sem var einn af þeim sem kom að vinnslu bókarinnar. Höfundur sjálfur var bundinn starfsskyldum fyrir norðan. Áður en til afhendingar kom flutti Helgi tölu og las síðan brot úr verkinu.

Bókin er væntanleg í verslanir á höfuðborgarsvæðinu í dag og á landsbyggðinni strax eftir helgi. Hún er um 480 blaðsíður.

Myndir: Erna Ýr Guðjónsdóttir.
Bókarkápa: Ásdís Ívarsdóttir.

Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]