Gústabók afhent í kvöld


Bókin um Gústa guðsmann kom til landsins á fimmtudag í síðustu viku og fór í verslanir syðra daginn eftir. Hún kom á þriðjudag norður til Siglufjarðar og er til sölu í SR og Hjarta bæjarins.

Björgunarsveitin Strákar mun í kvöld frá kl. 19.00 til 22.00 keyra bókinni til þeirra í Fjallabyggð sem voru á minningaskránni, Tabula memorialis, og á næstu dögum mun svo útgefandi koma henni til allra hinna sem eru annars staðar í landinu.

Mynd: Árni Jörgensen, Ásdís Ívarsdóttir og Þórhallur Sigurðsson.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]