Gunnlaugur ánægður


Gunnlaugur Helgason, hinn landsþekkti útvarpsmaður og sjónvarpsmaður, var á Siglufirði um helgina ásamt Ágústu Valsdóttur eiginkonu sinni. „Siglufjörður hefur upp á margt að bjóða. Skíðabrekkur sem eru þær bestu og lengstu á landinu umkringdar af fallegum fjöllum. Þarna eru líka frábærir veitingastaðir, efstur er marokkóski veitingastaðurinn á Hótel Siglunesi,“ segir Gulli á Facebook. „Kokkurinn Jaouad Hbib eldar hvern rétt fyrir sig af alúð, engin fjöldaframleiðsla, hann notar sín eigin krydd frá Marokkó og svo eru ostarnir á eftirréttaseðlinum heimagerðir. Ef þið eruð á leiðinni á Sigló á næstunni þá mæli ég með þessum stað. Torgið býður upp á frábæra borgara og þar er pizza með þorski og rækjum sem ég mæli með. Ekki fara frá Sigló án þess að koma við hjá Fríðu, súkkulaðikaffihúsinu einstaka. Belgísk vaffla með rjóma og súkkulaðisósu og heitt súkkulaði með rjóma er einstök upplifun, ég tala nú ekki um allt konfektið. Takk Sigló! I’ll be back.“

Og hann fékk góð viðbrögð við skíðamyndunum. Andri Snær Magnason rithöfundur og forsetaframbjóðandi sagði: „Stórbrotið svæði. Öll Alpaþrá hvarf eins og dögg fyrir sólu á svona degi í síðustu viku. Og troðaramaðurinn gæti gert brúðargreiðslur, slík er mýktin.“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og prófessor sagði: „Besta skíðasvæðið á Íslandi og frábærar „off-pist“ brekkur.“

Gunnlaugur Helgason og Ágústa Valsdóttir, eiginkona hans.

Fríða bregst aldrei.

Myndir: Af Facebooksíðu Gunnlaugs, birtar með leyfi.
Texti: Sigurður Ægisson og af Facebook.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is