Gult í kvöld og nótt


Djúp og víðáttumikil lægð fer norðaust­ur yfir landið í dag. Gul viðvör­un tekur gildi fyrir Strand­ir og Norður­land vestra kl. 18.00 og gild­ir til 02.00 í nótt. Veðurstofa Íslands segir: „Suðvest­an 18-25 m/​s og él. Bú­ast má við mjög snörp­um vind­hviðum við fjöll. Vara­samt fyr­ir öku­tæki sem taka á sig mik­inn vind. Fólk hugi að lausa­mun­um.“ Gul viðvör­un tekur gildi fyrir Norður­land eystra kl. 20.00 í kvöld og gild­ir til 04.00 í nótt. Veðurstofa Íslands segir: „Suðvest­an 18-23 m/​s og snarp­ar vind­hviður við fjöll. Vara­samt fyr­ir öku­tæki sem taka á sig mik­inn vind. Fólk hugi að lausa­mun­um.“

Mynd: Windy.com.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected] / Veðurstofa Íslands.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]