Gulrætur og sex tegundir af áleggi


Næstu daga munu iðkendur Skíðafélagsins á Siglufirði ganga í hús í fjáröflunarskyni fyrir komandi vetur. Á boðstólum verða nýuppteknar úrvals gulrætur frá Flúðum, á 1.000 krónur kílóið, og áleggspakkar frá Kjarnafæði sem innihalda sex tegundir af áleggi: hangikjöt, léttreyktan hamborgarhrygg, skinku, spægipylsu, venjulegt pepperoni og sterkt pepperoni, og koma í smekklegri pappaöskju. Verðið er 2.000 krónur.

Við biðjum ykkur um að taka vel á móti sölufólkinu, eins og jafnan áður.

Bestu kveðjur og með þökk fyrir stuðninginn.

Skíðafélag Siglufjarðar, Skíðaborg

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Aðsendur.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is