Gul viðvörun í fyrramálið


Frá því seint í kvöld, eftir kl. 22.00, og í nótt er útlit fyrir hríðarveður norðanlands og á Vestfjörðum. Gul viðvörun tekur gildi fyrir Norðurland vestra kl. 06.00 í fyrramálið. Veðurstofan hvetur ferðalanga til að sýna varkárni. Spáð er snjókoma eða skafrenningi og slæmu skyggni. Snjóflóðahætta er möguleg í Ólafsfjarðarmúla næsta sólarhringinn að því er fram kemur í skeyti frá Vegagerðinni.

Mynd: Vegagerðin.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]