Guðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju í fyrramálið


Á morgun, uppstigningardag, sem árið 1982 var jafnframt útnefndur Kirkjudagur aldraðra, verður almenn guðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju. Hún byrjar kl. 11.00. Dr. Bjarni Guðleifsson, náttúrufræðingur og prófessor emerítus, prédikar. Boðið verður upp á súpu, brauð, kaffi og tertu í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni.

Altaristafla Siglufjarðarkirkju,

eftir Gunnlaug Blöndal.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is