Guðsþjónusta í Héðinsfirði


Í gær, 3. október kl. 14.00, héldu
prestar Fjallabyggðar sameiginlega guðsþjónustu í Héðinsfirði. Kórar
Siglufjarðarkirkju og Ólafsfjarðarkirkju sungu undir stjórn
organistanna, Elíasar Þorvaldssonar og Ave Tonisson. Ræðu flutti
Kristján Möller, alþingismaður og fyrrum samgönguráðherra, en Sverrir Sveinsson og Jóna Vilhelmína
Héðinsdóttir lásu ritningarlestra. Sigurður Hlöðversson og Þorsteinn
Sveinsson léku forspil og eftirspil á trompeta.

Var þetta einn liður í auknu samstarfi safnaðanna tveggja á kirkjulegum vettvangi, sem Héðinsfjarðargöng hafa nú gert að  raunhæfum möguleika, og óhætt að segja að þetta hafi tekist ákaflega vel, því um 250 manns nutu þar stundarinnar undir berum himni og í glampandi sól.

Hér koma myndir.

Myndir: Arnheiður Jónsdóttir | arnheidurjo@hive.is, Sigurður Ægisson | sae@sae.is og Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is